Gleði mikil já!
Jæja ég veit ekki afhverju ég stofnaði mér blogg því ég hef aldrei neitt að segja við annann en sjálfan mig....en svona er bara að sitja heima hjá sér á leiðinlegum þriðjudegi og hafa ekkert annað að gera en að hanga í tölvunni, En allavega þá fyrst maður er nú byrjaður á þessu er um að gera að segja eitthvað....Kolbrún Hólm heiti og er 18 ára gömul frá því á föstudag, takk fyrir það, og er frá Egilsstaðir city sem er einn mesti töff bær í heimi og BARA fallegt og skemmtilegt fólk sem býr hér. En nóg um fegurð. Allavega þá vinn ég í glæpasamtökunum ESSO sem er eitt það stærsta í umheiminum í dag ásamt Olís og Shell. En ef við tölum aðeins um það þá kom ég í vinnuna í dag og upp á vegg er fréttatilkynning til allra starfsmanna að við meigum ekki tala við neinn sem vinna hjá Olís eða Shell....þannig að þið sem vinnið þar ef ég hunsa ykkur þá er ég bara að reyna að halda vinnunni minni....ekkert persónulegt, þótt að þið séuð ekki eins töff og við að biðjast afsökunar til þjóðarinnar...:) Jæja þá ég er allavega glæpamaður eins og flestir vita. En nóg af bulli í bili held að það sé tími að finna einhverja fallega karlmenn til að skella á síðuna mína því þeir eru jú mitt helsa áhugamál.....þangað til næst;)